JEPPE FOLDAGER SILFUR VERÐLAUNAHAFI  BOCUSE D'OR 2013

Það er okkur sannur heiður að kynna danska matreiðslumeistarann Jeppe Foldager sem verður gestakokkur Nostra á Food & Fun fimmtudaginn 1. til laugardagsins 3. mars.

Jeppe vann silfurverðlaun á Bocuse d'Or árið 2013 og er yfirkokkur á hinum rómaða veitingastað Kanalen í Kristjánshöfn í Kaupmannahöfn. Jeppe er eftirsóttur kokkur í heimalandi sínu og þar á meðal af konungsfjölskyldunni, þar sem hann matreiddi fyrir fjölskyldu danska prinsins í snekkju þeirra á 7 mánaða ferðalagi um Evrópu.

Cookie Settings