jeppe

Jeppe Foldager Bocuse d'Or verðlaunahafi eldar á Nostra

Jeppe Foldager - Food and Fun - Nostra veitingahús

Það er okkur sannur heiður að kynna danska matreiðslumeistarann Jeppe Foldager sem verður gestakokkur Nostra á Food & Fun fimmtudaginn 1. til sunnudagsins 4. mars. 🎉😋🍾

Jeppe vann silfurverðlaun á Bocuse d'Or árið 2013 og er yfirkokkur á hinum rómaða veitingastað Kanalen í Kristjánshöfn í Kaupmannahöfn. Jeppe er eftirsóttur kokkur í heimalandi sínu og þar á meðal af konungsfjölskyldunni, þar sem hann matreiddi fyrir fjölskyldu danska prinsins í snekkju þeirra á 7 mánaða ferðalagi um Evrópu. ⚓⛵

Borðapantanir í síma 519-3535 - reservations@nostrarestaurant.is
eða á vefsíðunni okkar: www.nostrarestaurant.is 
Við hvetjum fólk til að bóka tímanlega í ár en laugardagskvöldið er þegar orðið þétt setið. Fimm rétta upplifun á aðeins 8.990,-

Hlökkum til að taka á móti ykkur!

Cookie Settings